Um Fyritækið


Sasverk var stofnað árið 2012 af Sigurði Axeli Sveinssyni. Á þessum sjö árum höfum við áunnið traust fjölmargra kúnna og fer hópurinn stækkandi frá ári til árs.

Placeholder

Vönduð vinnubrögð

Við höfum getið okkur gott orð um að vera úrræðagóðir og vandaðir. Í verkum okkar hefur það reynst mikill kostur, sér í lagi í stærri verkum. Má þar nefna verk sem unnin voru fyrir norska fatarisann Varner-Gruppen, en það var stækkun á verslunum Dressmann í Smáralindinni & Kringlunni.Placeholder

Þjónustan

Við þjónustum einstaklinga og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Hópbílar er dæmi um umfangsmikið fyrirtæki sem hefur verið góður kúnni í gegnum árin. Verkefnin þar hafa verið mörg og fjölbreytt og því reynt á þekkingu og reynslu okkar.


Markmið okkar


Persónuleg þjónusta

Sasverk leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og ánægðum viðskiptavinum. Því eru liðlegheit og heiðarleiki ávallt höfð að leiðarljósi.


Sérsmíði

Við höfum gaman að óhefbundnum verkefnum og tökum þeim fagnandi. Dæmi um slíkt verkefni er klifurveggir á lóð Breiðholtsskóla. Þar reyndi á útsjónarsemi okkar og reynslu. Er það markmið fyrirtækisins að taka slík sérverkefni að sér í auknum mæli.